Maí dagskrá
1. maí æfingar.
Silfurhópur - æfing klukkan 11 til 12.
Gullhópur - æfing klukkan 10 til 12, mæta með íþróttaföt fyrir þrekæfingu.
4. maí nýjir iðkenndur.
Í maí mun Sundfélagið Vestri bjóða 4. bekkjar nemendum úr sundskóla HSV að æfa án endurgjalds. Þetta er gert svo að allir þeir sem vilja fái tækifæri til þess að prófa að æfa með stærri og fjölbreyttari hóp eins og tíðkast hjá sundfélögum. ATH: Þessir nýju iðkenndur munu ekki taka þátt í sundmaraþonuni sem nefnt er hér að neðan.
8. - 9 maí Sundmaraþon
Sundfélagið heldur sundmaraþon. Æfingar verða á venjulegum tímum á föstudeginum. Silfurhópurinn er búinn á æfingu kl.16:00 og fær svo klukkutíma til þess að fara heim og ná í það sem þarf fyrir maraþonið. Silfurhópurinn byrjar svo að skiptast á að synda kl.17:00 eftir að Gullhópurinn er búinn á æfingu.
Gullhópurinn er búinn á æfingu kl.17:00 og hefur þá tíma til að fara heim og ná í það sem þarf fyrir maraþonið og tekur við af Silfurhópnum síðar um kvöldið.
Gist verður í Sundhöllinni yfir nóttina og munu krakkarnir skiptast á að synda þar til klukkan 15:00 á laugardeginum.
Sundmaraþonið er haldið í fjáröflunarskyni fyrir utanlandsferð hópsins. Krakkarnir munu ganga í hús og safna áheitum fyrir maraþonið, þeir fá miða til þess að safna áheitum og verða að vera búnir að skila fyrir fimmtudaginn 7. maí ásamt því að staðfesta þátttöku í maraþoninu sjálfu.
9. maí Aðalfundur Sundfélagsins Vestra
Aðalfundur Sundfélagsins Vestra verður haldinn laugardaginn 9. maí, strax að loknu sundmaraþoninu. Foreldrum og iðkenndum er boðið á fundinn. Nánari dagskrá fundarins verður birt síðar.
16. - 17. maí Vormót Breiðablik
Vormót Breiðablik er haldið í Kópavogslaug. Þetta er gott mót til að stefna að lágmörkum fyrir AMÍ og einnig til að fá frekari æfingu í 25m laug fyrir utan Laugardalinn sem hefur yfirleitt verið keppnislaugin í keppnisferðum.
30. - 31. maí Vestfjarðameistaramót
Vestfjarðameistaramót haldið í Bolungarvík. Síðasta mótið til að ná lágmörkum fyrir AMÍ. Lokamót tímabilsins fyrir þá sem ekki munu keppa á AMÍ í lok júní.
25. - 28. júní AMÍ (aldursflokkameistaramót Íslands)
Lágmarkamót sem haldið er á Akureyri. Áætluð er sameiginleg ferð hjá Sundfélaginu Vestra og Sunddeildar UMFB fyrir þá sem hafa náð lágmörkum inná mótið. Lágmörk má finna á heimasíðu Sundsambands Íslands (www.sundsamband.is) og uppá vegg í Sundhöllinni.
Kveðja,
Páll Janus Þórðarson