Fréttir

Minningarmót um Fylkir Ágústsson

Sund | 26.08.2010 Nú þegar örstutt er í Fylkismót er ekki úr vegi að setja inn dagskrá mótsins, reyndar ættu allir að hafa fengið hana senda í tölvupósti.

Við ætlum að byrja dagskránna á föstudagskvöldið kl 20 með kvöldvöku í nýuppgerðu húsnæði fyrir ofan sundhöllina.
Þar ætlum við að koma saman ættingjar Fylkis, gamlir sundgarpar, æfingakrakkar, foreldrar og allir aðrir Vestra-púkar og hafa gaman og fræðast um það hver maðurinn Fylkir Ágústsson var.

Eins og fram kom í tölvupósti þá leitumst við eftir því að hver og einn félagi komi með veitingar af einhverju tagi til að leggja til á hlaðborð kvöldvökunnar.

Á laugardeginum mun upphitun hefjast kl 0800 og mótið sjálft kl 0900.
Þá mun fara fram útsláttarkeppni (Texas scramble) í 50m sundgreinum, einnig mun verða keppt í 100m bringusundi.

Eftir hádegi munu fara fram úrlitasund í þessum greinum og hefst upphitun kl 1300 og mótið kl 1400.

Þá mun einng fara fram boðsundskeppni á milli sundkrakka, sundgarpa og foreldra. Hver þátttakandi mun þá synda tvær ferðir fyrir sitt lið. Óskað er sérstaklega eftir þátttakendum í liði foreldra :o)

Krýndur verður meistari í 100m bringusundi en það mun hafa verið aðalgrein Fylkis á sínum tíma.

Hlökkum til að sjá ykkur öll og hafa það gaman.

Stjórn og þjálfarar Vestra. Deila