Fréttir

Myndir frá Guðlaugssundi komnar inn.

Sund | 13.10.2009 Síðasta Laugardag fór fram svokallað Guðlaugssund. En það sund er þreytt til heiðurs Guðlaugi frá Vestmannaeyjun sem vann það afrek að synda rétt tæpa 6km í land þegar bátur hans fórst rétt fyrir utan Vestmannaeyjar.

Sundið hefur verið þreytt í þó-nokkur ár en er þetta í fyrsta sinn sem það er gert hér á Ísafirði. Í ár voru fjórir þátttakendur og er skemst frá því að segja að þeir stóðu sig allir með stakri prýði og þeirra framtak til eftirbreytni fyrir aðra sundmenn og áhugafólk um íþróttina.

Við hjá Vestra munum að sjálfsögðu snúa aftur til leiks að ári og bjóðum þá upp á liðakeppni þannig að allir ættu að geta tekið þátt. Við hvetjum því og skorum á alla sem áhuga hafa að hefja andlegan og líkamlegan undirbúning ekki seinna en strax og setja sér markmið fyrir þátttöku að ári liðnu.

Myndir frá sundinu á Laugardaginn eru nú komnar inn undir mynda-hlekknum hér til hliðar. Njótið vel!

Deila