Fréttir

Neðansjávarmyndataka hjá Gullhóp á morgun

Sund | 15.04.2009 Á morgun fimmtudag mun Ingi Þór Einarsson aðalfræðslustjóri sundheimsins á Íslandi og sennilega hvað fróðastur um sund á landinu vera með neðansjávarmyndatökur af krökkunum í gullhóp á æfingatíma kl 18:00. Hann mun taka krakkana upp og síðan munum við horfa á þetta eftir æfingu á föstudag eða fyrir æfingu á laugardag (kemur betur í ljós á morgun). Þetta er mjög góð tækniæfing sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og ekki á hverjum degi sem slíkur fróðleiksmoli eins og Ingi mætir á svæðið. Ég vil því hvetja ykkur foreldrar að passa uppá að krakkarnir mæti á morgun og að sjálfsögðu eruð þið velkomin líka til að fylgjast með. Deila