Sund | 20.11.2008
Þá er SH mótinu lokið og óhætt að segja að Vestri hafi komið á og
sigraði. Vestrakrakkar unnu til hvorki meira né minna en 56
verðlaunapeninga og þriggja eignabikara. Verðlaunin skiptust nokkuð
jafnt á milli krakkanna en Elena Dís Víðisdóttir toppaði sjálfan
Michael Phelps og vann til 9 gullverðlauna í jafnmörgum sundum. Yngstu
krakkarnir sem flest voru að synda á sínu fyrsta stórmóti stóðu sig
afar vel og allir kláruðu sín sund með bros á vör.
Þetta var sannkallað gullregn og var samstaðan í hópnum frábær og erum við öll í skýjunum yfir þessu góða gengi.