Fréttir

Sigurganga Vestra-púka á Reykjavík int.

Sund | 19.01.2010 Vestra-púkar stóðu sig hreint frábærlega á Reykjavík int. um helgina. Á mótinu vor allra sterkustu sundmenn landins sem og sterkir erlendir sundmenn.

Þetta mót bætir heilmiklu í reynslubankann þeirra og gerir þau að betri sundmönnum fyrir vikið.

Það er skemst frá því að segja að Elena Dís sigraði í sínum flokki í 50 metra flugsundi, 50 metra skriðsundi og 100 metra skriðsundi. Hafnaði hún einnig í 7. sæti í fullorðinsflokki í 50 metra skriðsundi. Hjó Elena nálægt Íslandsmetunum í 50m flugsundi og 50m skriðsundi sem gefur góða von um framhaldið. Auk Elenu syntu þær Anna María Stefánsdóttir til úrslita í 100m bringusundi og Martha Þorsteinsdóttir í 100m bringusundi.

Glæsileg frammistaða hjá ykkur krakkar, við erum stolt af ykkur.
 
Deila