Fréttir

Sprettsundsmót föstudaginn 30. janúar

Sund | 21.01.2015

Nú er komið að fyrsta móti ársins 2015 og verður það haldið í Sundhöllinni á Ísafirði. 
Mótið verður haldið á æfingartíma og hefst upphitun á slaginu 15:00. Mótið sjálf fer í gang um 15:40 og er áætlað að því verði lokið kl.17:00.

Þetta er innanfélagsmót í stuttum greinum þar sem syntar verða greinarar:

100m Skriðsund
100m Bringusund
100m Baksund
100m Flugsund
66m Fjórsund
50m Skriðsund
50m Baksund
50m Bringusund
50m Flugsund

Þetta mót gefur ungum sundmönnum og konum dýrmæta reynslu og því vonumst við til að sjá sem flesta í lauginni og enn fleiri á bakkanum.
Frekari upplýsinga er að vænta í vikulok.

Kveðja,
Páll Janus Þórðarson

Deila