Fréttir

Sprettsundsmótið að bresta á!

Sund | 28.01.2015 Nú fer að koma að innanfélags-Sprettsundsmóti Vestra sem verður föstudaginn 30. janúar n.k. Við viljum bjóða gesti og gangandi hjartanlega velkomna að kíkja á okkar fremsta sundfólk spreyta sig. Upphitun fyrir mótið hefst stundvíslega klukkan 15:00 og hefst mótið sjálft um 15:35.
Einnig vill ég minna alla á að láta fréttir af fyrstu vinavikunni okkar berast en hún hefst 1.febrúar og mega þá allir iðkenndur sundfélagsins Vestra bjóða með sér vinum á æfingar.
Vonast ég til að sjá sem flesta bæði á Sprettsundsmótinu og í vinavikunni.

Kær sundkveðja,
Páll Janus Þórðarson
Yfirþjálfari Deila