Þetta verður síðasti fundur Sundfélagsins Vestra fyrir sameiningu undir nýju félagi og verður stofnfundur félagsins í framhaldi af þessum félagafundi. Á fundinum verður bæði rétt um starfið í vetur ásamt nýju félagi og hverju það mun breyta fyrir okkur. Því hvetjum við alla til þess að fjölmenna bæði á félagafundinn sem og stofnfund nýs félags.
Nú fara að detta inn atburðadagatal og stundaskrá sundfélagsins en það er enn verið að vinna í að fá samþykkt frá bænum fyrir æfingartímum. Erum að bæta lengja aðeins laugartímana okkar sem verður vonandi ekkert vandamál. Einnig er verið að taka til í hópaskiptingum en gróft skipulag verður að þeir sem eru fæddir 2001 og fyrr verða í gullhóp og þer sem eru fæddir 2002 og síðar verða í silfurhóp.
Allt verður svo kynnt gaumgæfilega á félagafundinum og þar er góður tími til að bera framm spurningar og athugasemdir.