Fréttir

Sundfatnaður

Sund | 12.01.2010 Eins og margir vita breyttust reglur nú um áramótin um það hvaða sundfatnaður er leyfilegur og löglegur í keppnum.
FINA - Alþjóða sundsambandið hefur gefið út lista yfir þann keppnissundfatnað sem sambandið hefur samþykkt til notkunar.
Til einföldunar er það þannig að:
 

Karlar mega synda í sundbuxum að hnjám.

Konur mega synda í sundbol með opnu baki og ekki síðari en niður að hnjám.

 

Eftirfarandi slóð gefur til kynna hvaða sundfatnað FINA hefur samþykkt:

http://www.fina.org/project/index.php?option=com_content&task=view&id=2768&Itemid=49

Með von um að þetta skýri málin

Stjórn
Vestra Deila