Fréttir

Tilhögun varðandi fjölnismót

Sund | 27.10.2009 Þá er komið að Fjölnismótinu, við ætlum að fara með flugi á föstudaginn og er mæting út á völl kl 14:15 og brottför kl 14:50.
Gist verður á Capital-inn í Suðurhlíðinni, krakkarnir þurfa ekki að hafa með sér dýnur þar sem að gist verður í kojum.
Þau þurfa að hafa með sér svefnpoka/sæng og lak. Sundföt, sundgleraugu og sundhettu. Nóg af handklæðum og að sjálfsögðu Vestra-fötin á bakkann. Einnig þurfa þau allan almennan búnað eins og auka föt, snyrtivörur, tannbursta o.s.frv.
Gott er að hafa með sér brúsa til að setja vatn í því oft verður mjög heitt á bakkanum.

Kostnaður fyrir hvert barn er 13.500 og greiðist inn á 0556-26-282 kt 430392-2399

 

Flogið verður heim aftur með seinni vél á sunnudeginum.

 

Fararstjórar verða:

Guðbjörg Drengs - mamma Karlottu

Gunna Baldurs - mamma Ágústu  og

Arna Lára - mamma Hafdísar

 

Þá er ekkert annað að segja heldur en

Góða ferð og góða skemmtun krakkar ;o)

Deila