Fréttir

Unglingamót Fjölnis lokið

Sund | 01.12.2014
Unglingamót Fjölnis fór fram í Laugardalnum um helgina. 
Mótið var haldið í Laugardalslaug og alls tóku rúmlega 300 sundmenn 14 ára og yngri þátt í mótinu frá þrettán félögum og þar á meðal voru 15 krakkar úr sundfélaginu Vestra.  
Vestrapúkarnir stóðu sig frábærlega, flestir bættu tímana sína og fyrir marga var þetta fyrsta stóra mótið sem þeir tóku þátt og gátu keppt við bestu liðin víðs vegar af landinu.
Hjá sunfélaginu Vestra var Mikolaj Ólafur Frach í 1. sæti í 100 m. bringusundi og  3. sæti í 200 m. bringusundi. Einnig náði boðsundsveitin Vestra frábærum árangri þar sem þeir lentu í 4. sæti af 18 sveitum en þau voru aðeins 3 sekúndur frá bronsinu. Sveitina skipuðu Katla María Sæmundsdóttir, Linda Rós Hannesdóttir, Guðmundur Elías Helgason og Nikodem Júlíus Frach.
Hópurinn ætlaði að halda heim á leið  síðdegis á sunnudag en þar sem stormurinn skall á þá þurfti að fresta ferðinni þangað til að veðrið lagaðist á mánudaginn og komu þá allir heim þreyttir og kátir eftir helgina.
Deila