Fréttir

Utanlandsferð og KR-mót

Sund | 27.01.2010 Sæl öll

Eins og kannski flestum er kunnugt um stefnir sundfélagið að því að fara til útlanda annað hvert ár í æfingabúðir með sína félagsmenn.
Næsta ferð er áætluð sumarið 2011. Öll börn sem fædd eru ´99 og fyrr hafa kost á að fara í þá ferð.
Í kringum slíka ferð þarf góða skipulagningu og inn í henni felst öflug fjáröflun til þess að ná niður kostnaðinum. Til að svo megi verða þurfa foreldrar að taka þátt með börnum sínum í fjáröflunum og styðja við bakið á þeim. Sem dæmi um fjáraflanir af þessu tagi má nefna vörutalningu, sláttur í kirkjugarðinum í Hnífsdal, rækjusala, lakkríssala, kökubasar og margt fleira. Einnig mun 20% af öllum fjáröflunum Vestra renna í þennan sérstaka ferðasjóð.

Æskilegt er að 2-3 foreldrar hafi umsjón með þessum fjáröflunum og hefur Sigga Sigþórs tekið að sér að leiða hópinn, en óskað er eftir fleiri foreldrum til að taka þátt í skiðulagningunni.
Næstkomandi mánudagskvöld verður haldinn fundur fyrir foreldra barna fædd ´99 og fyrr. Hann verður í Skólagötunni kl 20:00 og munum við þar kynna málið enn frekar og svara spurningum ef eitthvað er óljóst.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta því mikilvægt er að fjáröflunin fari að komast af stað svo að ferðasjóðurinn verði sem feitastur :o)

Svo minni ég aftur á að það styttist í KR-mót og óskum við eftir svörum sem fyrst um þátttöku barnanna. Einnig vantar fararstjóra. Allir foreldrar ættu að hafa fengið póst en einnig má sjá frekari uppl. á: hsv.is/vestri
Deila