Fréttir

GUÐRÚN HELGA UNGMENNI ÁRSINS 2023 Í FLOKKI KVENNA 16-17 ÁRA

Vestri | 18.12.2023

Stjórn Lyftingasambands Íslands hefur valið lyftingafólk ársins 2023, ennfremur ungmenni ársins í flokki 18-20 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri. Guðrún Helga Sigurðardóttir (f. 2006) hjá lyftingadeild Vestra er ungmenni ársins í flokknum konur 16-17 ára. Hún náði bestum árangri kvenna í þessum aldursflokki þegar hún lyfti 137kg í +81kg flokki á Íslandsmeistaramóti unglinga sem gaf henni 144,4 Sinclair stig. Guðrún Helga keppti einnig á Haustmóti LSÍ og á Norðurlandamóti unglinga þar sem hún varð önnur í +81kg flokki 17 ára og yngri á sínu fyrsta alþjóðlega móti.

Deila