Deildir Vestra hafa nú tilnefnt íþróttamenn sína til útnefningar Ísafjarðarbæjar á íþróttamanni ársins 2019. Þetta eru íþróttamenn sem hafa þótt skara fram úr í sinni íþrótt en einnig er horft til framtíðar og því ávallt tilnefndir þeir íþróttamenn sem þykja efnilegastir hverju sinni. Ekki er einungis horft til hæfileika einstaklinga heldur einnig tekið tillit til ástundunar, metnaðar og félagslegra þátta. Hópur tilnefndra er glæsilegur og eru þeir verðugir fulltrúar félagsins í vali þessu. Útnefning Ísafjarðarbæjar á íþróttamanni ársins 2019 mun fara fram við hátíðlega athöfn 29. janúar 2020 kl. 16.00.
Eftirtaldir íþróttamenn Vestra eru tilnefndir:
Blak: Mateusz Klóska
Hjólreiðar: Heiða Jónsdóttir
Knattspyrna: Zoran Plazonic
Körfuknattleikur: Hugi Hallgrímsson
Efnilegust innan vébanda Vestra þykja:
Blak: Kári Eydal
Hjólreiðar: Embla Kleópatra Atladóttir
Knattspyrna: Þórður Gunnar Hafþórsson
Körfuknattleikur: Gréta Proppé Hjaltadóttir
Deila