Fréttir

Tap í síðustu leikjum kvennaliðsins

Blak | 28.03.2017

Helgina 18.-19 mars hélt kvennalið Vestra suður og spilaði síðustu tvo útileiki sína í 1. deildinni þetta tímabil. Fyrir leikina var liðið í 4. sæti deildarinnar og með einum sigri hefði það sæti verið tryggt. Því miður töpuðust báðir leikirnir í þetta sinn. Liðið endar því í 6. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Fylki sem er í 5. sæti og tveimur stigum ofan við ÍK sem eru í 7. sæti. Tvö neðstu liðin, í 7. og 8. sæti, falla niður um deild og því heldur Vestri sínu sæti í deildinni.

Þetta er besti árangur Vestra í 1. deild kvenna hingað til og má geta þess að á Íslandsmótinu er spilað í 7 kvennadeildum samtals. Liðið hefur átt marga góða leiki í vetur og spilar mjög vel á köflum.

Deila