Fréttir

Ágætur árangur hjá vestfirskum tippurum - Óbreytt staða á toppnum

Getraunir | 04.02.2021

Ágætis árangur náðist hjá Vestfirskum tippurum um liðna helgi, átta ellefur sáustog fjölmargar tíur en 10 réttir skiluðu vinningi.  Samtals vinningar til tippara í getraunaleik Vestra voru u.þ.b kr. 47.000.  Oft verið töluvert verra

Staðan á toppnum breytist ekkert þar sem stóru liðin voru öll með 11 rétta.  Skúrverjar enn efstir með eins stigs forystu á HG menn.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði 12 réttum sem skilaði kr. 70.000 í vinning sem var um 70% af kaupvirði miða.  Tókum stóran miða þessa helgina.  Sérfræðingar okkar voru reyndar getspakir, voru með alla leikina rétta aðra vikuna í röð.  Kerfið hélt bara ekki.  13 réttir skiluðu tæpum 1,5 milljónum þessa helgina þannig að við vorum ekki langt frá mjög stórum vinningi.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 4 leikir úr efstu deild og 9 úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila