Fréttir

Enn gefur Skúrinn eftir

Getraunir | 18.03.2021

Þriðju vikuna í röð gefa forystusauðirnir í Team Skúrinn eftir.  Skúrinn náði ekki nema 9 réttum á meðan besti árangur helgarinnar var 10 réttir.  HG klikkaði líka og því er munurinn á toppnum enn þrjú stig en Hampiðjan og Villi matt sækja á, nokkurum stigum á eftir.

Annars var var árangur vestfirskra tippara slæmur, þrír náðu 10 réttum og var hæsti vinningur heilar kr. 4.160 og var það Jói Óla sem var bestur þessa helgina.  Heildarvinningur þátttakenda í getraunaleiknum var samtals kr. 8.000 sem verður að teljast frekar slæmt.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 9 réttum sem skilaði akkúrat engu. Styttist í stóra vinningin.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 1 úr efstu deild, 1 úr bikar,  10 leikir úr B deildinni og einn úr C deildinni.   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila