Kom að því að Getspakir ynnu getraunaleik. Eftir nokkrar tilraunir tókst það nú loksins. Unnu haustleik 2022 með tveggja stiga mun, náðu alls 106 stigum en Skúrverjar komu næstir með 104 stig, gáfu eftir á lokakaflanum. Hampiðjumenn urðu svo í þriðja sæti, jafnir HG en náðu fleiri 12 réttum, Team Sjálfval ráku svo lestina með 102 stig ekki nema einu stig á eftir HG og Hampiðju.
Skúrverjar áttu séns en einu stigi munaði á liðunum fyrir lokaumferðina en Villi Matt sigldi þessu heim með góðri 10 í lokaumferðinni.
Getraunir taka sér frí næstu tvær helgar, höldum jól og fögnum nýju ári. Vorleikur 2023 hefst síðan laugardaginn 7. janúar. Vorelikur verður 15 vikna leikur, bestu 14 vikur telja.
Lokastöðuna má sjá hér:
Getraunaleikur Vestra, haustleikur 2022.pdf
Deila