Fréttir

Hampiðjan að sigla þessu heim - Ein vika eftir af leiknum

Getraunir | 11.04.2022

Getspakir voru eina liðið sem náði 12 réttum um liðna helgi og laga með því stöðu sína, vinna sig upp úr botnsætinu.

Hampiðjan stígur hins vegar ekki feilspor og lítið sem ekkert sem getur komið í veg fyrir sigur þeirra í vorleiknum nú þegar bara ein vika er eftir af leiknum.  Þeir sitja enn á tveggja stiga forystu á næsta lið HG menn.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn stóð sig ekki vel, náði ekki nema 10 réttum sem skiluðu heilum 1.000 kr. í  vinning, gengur betur næst.

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum, kominn sumartími í Englandi.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Deila