Fréttir

Hampiðjan heldur toppsætinu, tæplega þó

Getraunir | 16.03.2022

 

Getspakir virðast vera að gefa eftir, ná ekki nema 9 réttum um liðna helgi á meðan hin stórliðiin ná 10.  Team Sjálfval nær síðan ekki nema 8 réttum og eru orðnir neðstir.  Samt getur þetta vart verið jafnara, Hampiðjan og Skúrinn á toppnum með 92 stig, HG og Getspakir koma þar á eftir með 91 og Sjálval reka lestina með 90 stig.  Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn stóð sig vel, náði 11 réttum sem skilaði kr. 41.690 í vinning. Miðinn kostaði um kr. 64.000 þannig að við fengum langleiðina  upp í kostnað.

Alltaf er opið fyrir fleiri í pottinn og er áhugasömum bent á að senda póst á getraunir@vestri.is

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Deila