Hampiðjumenn sitja einir á toppnum eftir tvær vikur.
Í viku tvö náðu Hampiðjumenn 11 réttum og sitja með eins stigs forystu á toppnum
Annars stóð Frank Guðmundsson sig manna best og náði 12 réttum sem skilaði honum kr. 25.150 í vinning, vel gert á 4.000 kr. miða. Stöðuna í leiknum og árangur allra má sjá hér
Stóri seðillinn náði einnig 12 réttum, vorum hársbreidd frá 13 réttum, áttum nokkra möguleika á því. 12 réttir skiluðu kr. 157.000 í vinning sem er ágætis ávöxtun fyrir hluhafa.
Næsti seðill mjög snúinn, landsleikjahelgi. 8 landsleikir á seðlinum og 5 leikir úr sænsku deildinni, seðilinn má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra
Enginn enski bolti verður hjá Dóra um helgina en landsleikir verða sýndir, hér á síðu Stöð tvö sport má sjá hvað verður í boði
Deila