Fyrirliðinn og eigandinn, Dóri Eró sá um að skila sigri í haustleiknum 2020. Dóri náði einn 12 réttum og hlaut í vinning kr. 98.000, vel gert Halldór. Langt í næstu menn því enginn í leiknum náði 11 réttum, það er því ljóst að Skúrinn er öruggur sigurvegari haustleiks.
Í toppbaráttunni náðu HG menn 10 réttum, en Hampiðjumenn ekki nema 9 réttum.
Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum með fjögurra stiga forystu á Hampiðjumenn þegar ein umferð er eftir. HG kemur þar 3 stigum á etir. Búð er að draga tvær verstu vikurnar frá. Aðal spennan núna er hvort Sigrún haldi 4. sætinu, en hún er með langbestan árangur keppenda pr. tippaða krónu.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.
Stóri pottur náði 11 réttum sem skilaði kr.22.000í vinning, sem var um þriðjungur af verðmæti seðils, framför frá fyrri viku.
Næsti seðill er óvenjulegur að því leiti að við fáum heila 5 leiki úr efstu deild og 8 leikir úr B deildinni. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:
12:30 Leicester - Manchester United
15:00 Aston Villa - Crystal Palace
17:30 Arsenal - Chelsea
20:00 Manchester City - Newcastle
Deila