Fréttir

Jói Torfa bestur - Óbreytt staða á toppnum

Getraunir | 25.03.2021

Vestfirskir tipparar voru slakir um síðustu helgi.  Einn með 10 rétta og var það Jói Torfa sem fikrað hefur sig upp töfluna.  Fékk í vinning kr. 3.680.  Jói sérstaklega getspakur því hann tippar fyrir töluvert lægri fjárhæð en margur tipparinn.

Toppliðin voru öll með 9 rétta og staðan á toppnum því óbreytt.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði kr. 3.680 í vinningsfé.  Styttist í stóra vinningin.  Skúrverjar hafa séð um seðilinn síðustu 4 vikur og árangur verið fremur dræmur.  Nýir sérfræðingar verða dregnir að borðinu fyrir komandi helgi.

Næsti seðill er óvenju snúinn,  landsleikjahlegi.  Einir 4 U21 leikir og restin A landsleikir.   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

 

Deila