Fréttir

Næsti seðill og staðan eftir 6 umferðir

Getraunir | 15.02.2019

Hampiðjumenn skutust á toppinn um síðustu helgi, náðu 12 réttum sem skiluðu tæpum 17.000 í vinningsfé, vel gert.  Eitthvað sem mátti búast við frá þeim Hampiðjumönnum.  Hins vegar kom Birna Lár mest á óvart með sínum 12 réttum, gerði þar betur en margur spekingurinn, vinningsfé kr. 13.950.

Annars má finna stöðuna hér eða í liðnum skrár hérna til hliðar.

Stóri potturinn skilaði ekki nema 11 réttum og vinningi að fjárhæð kr. 5.420, spurning hvort við fáum Birnu ekki til að stilla upp næsta seðli.  Þetta fer að koma, styttist í stóra vinninginn.

Annars er mjög snúinn seðill þessa helgina, þið finnið hann á þessari slóð:

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

Bikarleikir og neðri deildir.

Annars verðum við í skúrnum að taka við röðum frá 12.00 - 14.00.

Brighton - Derby sýndur kl. 12.25

Aston Villa _ WBA kl. 14.55

 

 

Áfram Vestri

 

 

Deila