Fréttir

Óbreytt á toppnum - Hampiðjan heldur tveggja stiga forystu

Getraunir | 20.10.2021

Stórliðin þrjú náðu öll 11 réttum um liðna helgi og því er staðan á toppnum óbreytt.  Sigrún Sigvalda gaf stórliðunum ekkert eftir og náði einnig 11 réttum.

Þetta þýðir að Hampiðjan heldur tveggja stiga forystu á Skúrinn og HG.  Aðrir dragast aftur úr nema Sigrún.  Stöðuna í leiknum og árangur keppenda má sjá   hér 

Stóri pottur náði hins vegar 12 réttum sem skilaði kr. 13.420 í vinning.  Kerfið hélt, við flöskuðum á einum leik.  Luton tók upp á því að vinna Millwall úti.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, einir 8 leikir úr efstu deild og 5 úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila