Fréttir

Óbreytt á toppnum - Skúrverjar að taka þetta

Getraunir | 15.04.2021

Skúrverjar virðast vera að sigla sigrinum heim nú þegar þrjár vikur eru eftir af vorleiknum.  Sitja sem fastast í toppsætinu með þriggja stiga forystu á HG sem er með 5 stiga forystu á Villa Matt nú þegar við erum búin að draga 2 vikur frá.  Hampiðjan dottin niður í 4. sæti.

Árangur Vestfirskra tippara skánaði lítillega frá fyrri viku.  Átta tólfur sáust sem skiluðu eigendum vinning, samtals vinningsfé í getraunaleiknum var kr. 14.000,  Kristján Jóakims náði þremur 12 réttum og hlaut fyrir kr. 4.200.  Kristján spilar fyrir team HG.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér   Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði einnig 12 réttum sem skilaði kr. 5.600 í vinning.  Vorum með 13 rétt en kerfið hélt ekki. Styttist í stóra vinninginn.

Næsti seðill er verulega snúinn að þessu sinni.  Einn úr bikar, einn úr Premier, einn úr B deildinni, 2 úr C og einn úr D deildinni.  Svo koma 7 frá Evrópu.  Næsta seðil má finna hér.

Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni,  verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila