Síðasta helgi var snúin fyrir vestfirska tippara. Nokkrir öryggir leikir klikka og einungis tveir með 11 rétta, keppendur sem við erum ekki vön að sjá á toppnum. Sævar í bankanum og Gísli Jón með 11 rétta, Sævar þó með fleiri 10 og náði kr. 22.740 í vinningsfé, Gísli fékk kr. 13.470.
Á toppnum náðu Skúrverjar og HG menn 10 réttum á meðan Hampiðjan náði ekki nema 9 réttum.
Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum en Hampiðjumenn einu stigi á eftir. Nú fer að styttast í haustleiknum og ekki nema 4 vikur eftir. Reglur leiksins eru þannig að 2 verstu vikurnar telja ekki þannig að heilmikið getur enn gerst.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.
Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skilaði kr. 24.840 vinning. Náðum fyrir 1/3 af kostnaði ca, getum ekki alltaf unnið. Vorum reyndar bara með einn leik rangan en kerfið hélt því miður ekki.
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og 10 leikir úr B deildinni. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:
12:30 Burnley - Everton
15:00 Manchester City - Fulham
17:30 West Ham - Manchester United
20:00 Chelsea - Leeds
Deila