Fréttir

Skúrinn byrjar árið eins og þeir luku því fyrra

Getraunir | 06.01.2021

Vorleikur 2021 hófst um liðna helgi.  Það er skemmst frá því að segja að fyrirliði Skúrsins var einn með 11 rétta og því sitja Skúrverjar einir á toppnum.  Sama stef og verið hefur.  Nú þurfa mótherjar að spýta í lófana góðu.

Fyrir 11 rétta fékk Dóri kr. 3.370 í vinning sem þó dugði ekki fyrir andvirði miðans.  Árangur helgarinn alveg hæfilega góður hjá vestfirskum tippurum , einar 15 tíur sáust sem skiluðu tippurum smá vinningum.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði 12  réttum og sem skilaði kr. 26.670 í vinning sem er tæpur helmingur af andvirði miðans.  Hluthafar fengu upp í kostnað. Styttist í þann stóra.

Næsti seðill er óvenju snúinn, bikarhelgi.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:00  Everton  -  Rotherham

15:00  QPR  -  Fulham

17:30  Arsenal  -  Newcastle

20:00   Manchester United    -  Watford

Deila