Samkeppnin harðnar á toppnum. Aðra vikuna í röð sækja keppinautarnir á. Skúrinn fékk ekki nema 10 rétta þessa helgina á meðan samkeppnin nær 11. Þetta þýðir að forystan er komin niður í 3 stig, var 6 stig þegar mest lét.
Almenn var árangur vestfirskra tippara ágætur. Einar átta ellefur náðust og stóð Sævar bankastjóri sig best, náði kr. 4.240 í vinningsfé sem reyndist hæsti einstaki vinnungur hér westra. Samtals vinningar þátttakenda í getraunaleiknum voru kr. 24.640, oft verið töluvert verra.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér. Búð að draga eina viku frá. Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.
Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skilaði kr. 15.000 í vinningsfé sem dreifist á hluthafa. Klikkuðum á Bristol-QPR og Milwall-Blackburn. Þetta er allt að koma hjá okkur og verulegar líkur á stórum vinningi um næstu helgi.
Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild, 8 úr B deildinni, einn úr C deildinni og einn frá Svíþjóð. Ánægjuefni að Leeds sé á seðlinum. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
Deila