Liðin helgi var snúin. Stórliðin náðu 10 réttum nema hvað Skúinn náði ekki nema 9 og er því einu stigi á eftir HG og Hampiðjunni í toppbaráttunni.
Gísli Jón Hjaltason og Magnús Bjarnason stóðu sig manna bestu og náðu báðir 11 réttum sem skilaði Magnúsi tæpum 15.000 í vinningsfé og Gísla kr. 10.000, Maggi var með tvær raðir með 11 réttum og fleiri tíur en Gísli, vel gert Maggi. Hér fara menn sem hafa greinilega vita á alþjóðaboltanum.
Villi Matt stendur sig best í einstaklingskeppninni, kominn með þriggja stiga forystu á næsta mann og ekki nema þremur stigum á eftir Skúrnum.
Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda hér
Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skiluðu ekki nema kr. 4.500 í vinning, styttist í þann stóra.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, sexleikir úr efstu deild og sjó úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. Ath! Nú er kominn vetrartími í Englandi og því færist allt aftur um eina klst.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.
Deila