Fréttir

Skúrinn heldur þriggja stiga forystu - Ath sumartími kominn

Getraunir | 01.04.2021

Landsleikjahelgin fór fremur illa í tippara.  Þrír náðu tíu réttum og náðu heilum 770 kr. í vinning hver.  Voru þetta fulltrúar stórliðanna þriggja á meðan Villi Matt náði ekki nema 9.  Þetta þýðir að Hampiðjan er komin í 3-4 sætið með Villa.

Team Skúrinn situr enn á toppnum með þriggja stiga forystu á HG sem er með 4 stiga forystu á Hampiðjuna og Villa nú þegar við erum búin að draga 2 vikur frá.  5 vikur eftir af leiknum.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér   Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði 11 réttum sem skilaði rúmum 25.000 kr. í vinning, töluvert betra en verið hefur, hluthafar fengu rúman þriðjung af framlagi til baka.  Styttist í stóra vinningin.

Næsti seðill er verulega snúinn, 3 leikir úr efstu deild, 2 frá Ítalíu, 2 frá Frakklandi, 3 frá Spáni, 2 frá Þýskalandi og 1 frá Hollandi.  Þó ánægjulegt að Leeds skuli vera á seðlinum.  Næsta seðil má finna hér.

Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni,  verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila