Ágætis árangur náðist um liðna helgi Edward Hoblyn náði 12 réttum sem skilaði kr. 78.500 í vinning, vel gert Eddi. Tvær ellefur sáust og var Gísli Jón með aðra og Hampiðjan hina, svakalegur gangur á Gísla Jóni þessi dægrin
Á toppnum náðu Skúrverjar þannig 12 réttum, Hampiðjan 11, en HG menn ekki nema 10 réttum.
Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum með eins stigs forystu á Hampiðjumenn. HG kemur þar 4 stigum á etir.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér. Búið að draga eina viku frá, eigum eftir að taka aðra, tvær verstu vikurnar dregnar frá.
Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði litlu í vinning. Gengur betur næst, getum ekki alltaf unnið
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og 10 leikir úr B deildinni. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:
12:30 Wolves - Aston Villa
15:00 Newcastle - WBA
17:30 Manchester United - Manchester City
20:00 Everton - Chelsea
Deila