Fréttir

Skúrverjar krýndir meistarar

Getraunir | 05.05.2021
Kampakátir fulltrúar Skúrsins taka við verðlaunum sínum
Kampakátir fulltrúar Skúrsins taka við verðlaunum sínum

Liðsmenn Team Skúrinn hafa haldið sig á toppnum nokkurn veginn frá 1. umferð vorleiks og sigra með glæsibrag.  Enda fjórum stigum fyrir ofan HG sem enda sjö stigum á undan Hampiðjunni.  Villi Matt sigrar svo einstaklingsflokkinn fjórum stigum á undan Jóa Torfa.

Lokastöðuna má finna hér 

Að síðustu umferð.  Árangur tippara frekar slakur, fjórar tíur sáust og náðu fyrirliðinn Dóri Ero og Eygló hæstum vinningi, fengu hvort um sig kr. 2.760 fyrir árangurinn.

Stóri pottur náði einnig 12 réttum sem skilaði kr. 55.000 í vinning.  Hluthafar í pottinum fengu um 50% af framlagi sínu til baka en óvenju stór seðill var keyptur að þessu sinni.  Við vorum bara með Everton-Aston Villa rangan, kerfið hélt ekki.

Nú er getranaleikur Vestra kominn í sumarfrí.  Engir fulltrúar verða í Skúrnum á laugardag.  Hins vegar geta áhugasamir haldið áfram að skila inn seðlum, gera það bara sjálfir inni á vef getrauna, muna bara að velja 400 sem styrktarlið

Næsta seðil má finna hér.  

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nefndin vill að lokum þakka fyrir veturinn.  Sjáumst tvíefld í haust.

 

Áfram Vestri

Deila