Skúrverjar halda sigurgöngu sinni áfram. Vinna nú annan leikinn í röð. Tóku einnig hausleikinn 2020. Í sögulegu samhengi er þetta þriðji sigur Skúrverja, Hampiðjan unnið tvisvar og HG einu sinni.
Að síðustu umferð. Einn tippari með 12 rétta og var það Hjalti Karls sem er einn af okkar þolinmóðu áskrifendum, fær alltaf sjálfval. 12 réttir skiluðu honum kr. 6.070 í vinning. Nokkrar ellefur sáust einnig og skiluðu þær keppendum nokkrum aurum í vinning.
Bæði Skúrinn og HG náðu 11 réttum þannig að staðan á toppnum breyttist ekki.
Nú er síðasti séns fyrir keppendur að hækka sig í töflunni, lokaumferðin á laugardaginn kemur, ný uppfærð staða hér. Búið að draga 3 verstu vikurnar frá, vorleikur er 18 vikna leikur, 15 bestu telja.
Stóri pottur náði einnig 12 réttum sem skilaði kr. 7.870 í vinning. Kerfið hélt að þessu sinni, vorum með Sheffield - Brighton rangar, vorum með X2 á leik en Sheffield tók upp á því að vinna leik. Styttist í stóra vinninginn, munum henda í óvenju stóran seðil núna lokahelgina.
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt. Þrír leikir úr efstu deild, 9 úr þeirri næstu og einn frá Svíþjóð. Næsta seðil má finna hér. Fögnum því að Leeds er á seðlinum.
Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni, verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
Deila