Fréttir

Staðan eftir 10 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 13.03.2019

Spenna að færast í leikinn.  Sammi og Krissi að sækja á Hampiðjuna.  Þeir eru ekki með nema 2 stiga forystu eftir helgina.  Sammi er sigurvegari helgarinnar, sá eini sem nær 11 réttum og náði kr. 8.550 í vinning.

 

Stóri potturinn náði ekki nema 9 réttum, ekki vel gert, spurning um að fá ráð frá Samma, en við gefumst ekki upp, styttist í stóra vinninginn.

Staðan í leiknum er hér

Næsta seðil er síðan að finna hér.

 

Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.

Verðum í skúrnum frá 12.00 - 14.00 á laugardaginn.

Leikir á skjánum:

12.25  STÓRLEIKUR   LEEDS - Sheffield United

12.10  Watford - Crystal Palace

17.15  Burnley - Leicester

17.15  Seansea - Manchester City

 

Áfram Vestri

 

Deila