Fréttir

Staðan eftir 12 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 28.03.2019

Krissi náði þeim glæsilega árangri um síðustu helgi að ná 13 réttum, vel gert Krissi.  Skilaði getspekin honum kr. 53.000 í vinningsfé.

 

Fyrir vikið náði hann að draga örlítið á forystusauðina í Fjarðarnet sem halda þó enn forystunni í leiknum með 118 stig.  Stutt á eftir kemur Sammi með 116 stig og svo Krissi með 114.  Aðrir koma svo þar á eftir.  Nákvæma stöðu í leiknum má finna hér.

Stóri potturinn skilaði ekki nema 12 réttum þar sem kerfið hélt ekki, vinningsféð kr. 2.200 dreifðist á hluthafa.

Leikvika 13 er snúin, 6 leikir úr úrvalsdeild og 7 úr þeirri næstu.  Seðilinn finnst hér

Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, munum eftir netfanginu getraunir@vestri.is.

Verðum í skúrnum á laugardaga að taka við röðum frá 12.00 - 14.00.

Þessir leikir verði í beinni hjá Dóra:

12.20  Fulham - Manchester City

12.50  KR - FH

14.50  Manchester United - Watford

 

Áfram Vestri

 

Deila