Nú fara leikar að æsast, ekki nema 4 vikur eftir.
Búið að draga 2 vikur frá en þrjár verstu vikurnar verða dregnar frá þegar upp verður staðið. Sammi ekki nema 2 stigum á eftir Hampiðjunni og stutt í Krissa og Jón Hinriks. Staðan í leiknum.
Árangurinn í síðustu viku var slakur hjá tippurum, Jói Torfa var langbestur, náði 10 réttum (sem skiluðu kr. 990 í vinning), nokkrar níur sáust en margir með minna.
Stóri seðillinn náði einnig 10 rétum, tveimur röðum og vinningsféð alveg kr. 1.980.
Nú stýrir Sammi Samm seðlinum og líkurnar á 13 réttum því talsverðar þessa helgina. Áhugasamir geta aukið við framlag og nýir hluthafar ávallt velkomnir. Styttist í stóra vinninginn.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, 5 leikir úr úrvalsdeild, 7 úr þeirri fyrstu og einn sænskur leikur.
Seðilinn má finna hér.
Minnum tippara á skila seðlum inn snemma, auðveldar nefndinni alla vinnu. Verðum í skúrnum á laugardag á milli 11 og 13.00. Nokkrir stórleikir verða á dagskránnig hjá Dóra.
11.20 Tottenham - Huddersfield
13.50 Fulham - Everton
16.20 Manchester United - West Ham
16.25 Leeds - Sheffield Wednesday
Áfram Vestri
Deila