Fréttir

Staðan eftir 16 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 26.04.2019

Tvær umferðir eftir í leiknum og spennan vex.  Hampiðjan að gefa eftir, eiga ekki nema 2 stig á Samma og enn á eftir að henda út einni röð.  Krissi og Jón Hinriks koma þar skammt á eftir.

Elvar, Sigrún og Magnús Bjarna stóðu sig manna best um liðna helgi og náðu 11 réttum og kr. 2.930 í vinning.  10 réttir gáfu einnig vinning og einir 8 sem náðu því.  Annars má sjá árangur helgarinnar og stöðuna í leiknum hér

Stóri potturinn skilaði ekki nema 10 réttum, náðum 11 en kerfið hélt ekki.  Þetta þýddi kr. 810 í vinning þannig að Sammi stóð sig ekki alveg eins vel og vikuna á undan.  Hent verður í stóran pott þessa helgina og ný framlög í pottinn alltaf velkomin.

Næsti seðill ekki einfaldur frekar enn fyrri daginn, 5 leikir úr efstu deild, 7 úr þeirri fyrstu og einn frá Svíþjóð.  Seðill vikunnar

Verðum í Skúrnum að taka við röðum á milli 11 og 13 á morgun laugardag.  Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda alla vinnu.

Dóri Eró verður með eftirtalda leiki í beinni á morgun:

11.20   Tottenaham - West Ham

13.50   Crystal Palace - Everton

16.20   Brighton - Newcastle

 

Áfram Vestri

Deila