Ágætis árangur náðist þessa helgina hjá Vestfirskum tippurum. Ein ellefa náðist og sá Hákon Hermanns um það og fékk í vinning kr. 15.710. Margar tíur sáust og skiluðu þær einnig vinningi. Þetta þýðir að munurinn á toppnum hefur minnkað, munurinn bara eitt stig, Skúrverjar að ná Hampiðjumönnum. Team HG svo einu stigi þar á eftir.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.
Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skilaði kr. 15.000 í vinning. Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að ekki náðum við fyrir kostnaði að þessu sinni. Vorum reyndar bara með einn leik rangan en kerfið hélt ekki.
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu, gleðiefni að Leeds sé komið á seðilinn sem úrvaldsdeildarlið. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:
12:30 Everton - Manchester United
15:00 Crystal Palace - Leeds
17:30 Chelsea - Sheffield United
Deila