Fréttir

Staðan eftir 6 vikur, Team Skúrinn jafnar Hampiðjumenn á toppnum.

Getraunir | 11.11.2020

Ágætis árangur náðist þessa helgina hjá Vestfirskum tippurum.  Tvær tólfur náðust og sá Sammi um aðra fyrir Skúrverja og Gummi Gísla um hina fyrir HG menn.  Hampiðjumenn fengu ekki nema 11 rétta sem þýðir að staðan er orðin jöfn á toppnum.  HG menn svo einu stigi á eftir.  12 réttir skiluðu þeim Samma og Gumma kr. 10.260 í vinningsfé.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12  réttum sem skilaði kr. 30.920 í vinning.  Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að ekki náðum við fyrir kostnaði að þessu sinni, langleiðina þó.  Vorum reyndar með 13 rétta leiki en kerfið hélt ekki.  13 réttir skiluðu kr. 434.000 í vinning þessa helgina, stöngin út að þessu sinni.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  landsleikjahelgi.  Einn leikur reyndar úr C deildinni sænsku.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Deila