Fátt virðist geta stöðvað Hampiðjumenn, ná 12 réttum enn og aftur og sitja á toppnum með þriggja stiga forystu á næstu menn. Aðrir verða greinilega að fara að vanda sig meira.
7 keppendur skiluðu 12 réttum í leiknum, úrslit frekar fyrirséð enda fengust ekki nema kr. 1.500 í vinning fyrir 12 rétta.
Stóri seðillinn náði tveimur röðum af 12 réttum og heilum kr. 3.000 í vinning. Vorum reyndar með alla leikina rétta en kerfið hélt ekki.
Stöðuna í leiknum má finna hér eða undir skrár hér til hliðar.
Næsti seðlill er hér
https://games.lotto.is/game/toto?type=0
Snúinn seðill, ekki nema þrír leikir úr efstu deild, rest úr þeirri næstu.
Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00 að taka við röðum og framlögum í stóra pottinn, alltaf tilbúnir að auka við hann. Munið að Vestri fær tæpar 30% í sölulaun af veltu en spilarinn fær vinningsféð, svokölluð win win staða.
Burnley - Tottenham verður sýndur kl. 12.20 og svo verður stórleikur Leeds - Bolton sýndur kl. 14.55.
Biðjum tippar að skila röðum inn snemma, auðveldar alla vinnu
Áfram Vestri
Deila