Ný vika en sama frétt, Hampiðjan á toppnum, auka bara við forskotið, eru nú komnir með þriggja stiga forystu, fátt virðist geta stoppað þá. Þeir náðu 12 réttum eins og fjórir aðrir tipparar. 12 réttir skiluðu hins vegar ekki nema kr. 1.000 í vinningsfé.
Stóri potturinn var aftur hársbreidd frá 13 réttum, sérfræðingar tippuðu rétt en kerfið hélt ekki, ótal möguleikar til að ná 13 en lánið lék ekki við okkur. Seðill skilaði 13 röðum af 12 réttum og vinningur því ekki nema kr. 13.000.
Annars er staðan í leiknum hér. Viljum benda sérstaklega á að Sigrún er ofar en Kristján.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, 6 leikir úr úrvaldseild og 7 úr þeirri næstu, sjá hér
Tippnefnd verður í skúrnum á laugardag að taka við röðum frá 12.00 - 14.00. Enn er pláss í stóra pottinum fyrir áhugasama, 13 réttir alveg við það að detta inn.
Minnum tippara á að senda raðir inn tímanlega
Eftirfarandi leikir verða á dagskránni á laugardag:
12.20 Crystal Palace - Brighton
14.50 WBA - Ipswich
17.20 Manchester City - Watford
Áfram vestri
Deila