Þar kom að því. Sérfræðingar okkar náðu 13 réttum og var heildarvinningur kr 880.000. Seðillinn kostaði kr. 61.500 þannig að hluthafar í pottinum fengu tæpa fimmtánföldum fyrir framlag sitt. Hver þúsund króna hlutur fékk þannig kr. 14.500 í vinning. Verulega góð ávöxtun.
Það er alltaf pláss fyrir fleiri í stóra potti, áhugasamir sendi póst á getraunir@vestri.is .
Í getraunaleiknum náðu HG menn 12 réttum og minnkuðu þannig bilið í Skúrverja, sitja nú í 2. sæti einu stigi á eftir Team Skúrinn. Nokkrar ellefur sáust einnig, ljómandi árangur.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér. Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.
Næsti seðill er strembinn venju samkæmt, 5 leikir úr efstu deild og 8 úr þeirri næstu Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
Deila