Vilhjálmur Matthíasson gerði sér lítið fyrir og fékk 12 rétta þessa helgina. Halaði hann inn kr. 250.000 í vinningsfé. Vel gert á miða sem kostaði ekki nema kr. 2.500. Til hamingju Villi.
Almennt var árangur tippara ekki góður, HG menn náðu einir ellefu réttum og engin með 10 rétta.
Þetta þýðir að forystan á toppnum minnkar, HG menn minnka muninn um 2 stig og eiga Skúrverjar nú 3 stig á næsta lið og Villi Matt skaust í þriðja sætið, er tveimur stigum á undan stórliði Hampiðjunnar
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér. Búð að draga eina viku frá. Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.
Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði ekki miklu. Nýir sérfræðingar voru fengnir til að sjá um seðilinn með litlum árangri, sýnir að þetta er nú ekki alveg einfalt. Spurning um að leita ráða hjá Villa.
Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og 10 úr þeirri næstu Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
Deila