Formleg afnot af lóð fyrir hjólagarð var tekin fyrir á fundi skipulags og mannvirkjanefndar í gærmorgun. Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá samningi við Hjólreiðafélag Vestra um afnot af landi Ísafjarðarbæjar við Grænagarð.
Hjólreiðadeildin vonast til að gengið verði frá samningnum sem fyrst, stjórn hjólreiðadeildarinnar hefur ekki viljað hefja framkvæmdir af meiri krafti fyrr en formlegur afnotasamningur hefur verið gerður.
https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/1172
Deila