Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldinn 16. mars kl. 20:00 í Skátaheimilinu á Ísafirði, Mjallargata 4.
NánarDagsbirtan í dag var nýtt í frekari grisjun í Kalsárskógi, fundum tvær línur frá gamla Seljalandsveginum og niður að Brúarnesti. Í skóginum gengum við einnig framá yfirgefið tjald og viðlögubúnað.
NánarHjólreiðadeildinni áskotnaðist geymsluskúr frá leikskólanum Eyrarskjóli í vikunni, starfsmenn áhaldahússins hjálpuðu okkur að flytja hann á hjólaplanið. - Hjólreiðadeildin þakkar kærlega fyrir.
NánarÞað er alltaf sami dugnaðurinn í hjólagenginu, strákarnir, Óliver, Rúnar og Atli hafa riggað upp brú neðst í Múlanum. Múlinn hefur verið ansi blautur og drullugur í sumar. Það á eftir að bæta nokkrum fjölum í brúna, setja á hana hænsnanet og styrkja hana betur svo hún standi af sér veturinn.
NánarÞremenningarnir, Heiða, Kristján og Sigurður opnuðu tvær nýjar línur síðastliðna helgi í skóginum fyrir neðan skíðaveginn. Leiðirnar fengu nöfnin Harris og Biden.
Hjólreiðadeild Vestra hefur lagt mikla vinnu í að safna saman hjóla og gönguslóðum í bæjarfélaginu í sumar og nú stendur yfir vinna við að mjatla þeim inn á trailforks.
Nánar
Vinnugengið náði að berja niður 3 staura fyrir myrkur í dag. Þeir fóru allir í Heimreiðina. Hægt og bítandi saxast á verkefnalistann.
Bæjarráð tók fyrir uppbyggingu á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar fyrir í dag. Það er flott að móta sameiginlega sýn á svæði. Hjólreiðadeildin fagnar áætlunum um uppbyggingu og þá sérstaklega plönum um stólalyftu og matsölustaði en finnst að horfa mætti meira á möguleikana í uppbyggingu svæðisins yfir sumartímann.
Frekar upplýsingar um yppyggingu á svæðinu má sjá hér og hér. Minnisblað um uppbyggingu útivistasvæðis við Skutulsfjörð unnið af Verkís má finna hér.
Nánar
Hjólreiðadeildin stikaði hjólaleið sem liggur í framhaldi á neðri hnífum og niður að Dyngju. Hægt er að nýa hjólaleiðina líka til þess að hjóla upp. Hjólreiðadeildin endurstikaði hjólaleiðina frá neðri Hnífum og niður í gegnum Síðuskóg. Notaðar voru rauðmerktar stikur og voru þær staðsettar á hægri hönd þess sem hjólar niður leiðina.
NánarVinnan við upplýsinga og öryggismerkingar gekk vel á helginni. Kristján, Siggi og Heiða, komu niður upplýsingaskilti upp á heiði, grófu 8 holur, komu niður 4 staurum, drenuðu tvö krítisk svæði í brautinni .
Það er magnað hvað hjólafélagið á góða að hérna í bænu, takk fyrir aðstoðina á helginni, Ívar, Pétur, Valur Richter, Valli og Njáll Flóki.
Nánar
Formleg afnot af lóð fyrir hjólagarð var tekin fyrir á fundi skipulags og mannvirkjanefndar í gærmorgun. Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá samningi við Hjólreiðafélag Vestra um afnot af landi Ísafjarðarbæjar við Grænagarð.
Hjólreiðadeildin vonast til að gengið verði frá samningnum sem fyrst, stjórn hjólreiðadeildarinnar hefur ekki viljað hefja framkvæmdir af meiri krafti fyrr en formlegur afnotasamningur hefur verið gerður.
Nánar