Fréttir - Hjólagarður

Lokastaur heimreiðin.

Hjólagarður | 28.10.2020
1 af 3

Félagsmenn hjólreiðadeildar vestra settu upp lokastaur við Heimreiðina. Uppsetning staursins gekk betur en við þorðum að vona. Næsta áhlaup í uppsetningu upphafsstaura verður föstudaginn 30.september. 

ÞökkumRörás fyrir backuppið. 

Nánar

Staur upp efri múla

Hjólagarður | 27.10.2020
1 af 3

Hjóalfélagið setti upp upphafsstaur við efri Múlann. Uppsetning upphaffstaura er hluti af öryggisverkefni sem tengist merkingu hjólaleiða. 

Félagið fjarlægði einnig laust járnarusl sem var á svæðinu. 

 

Nánar

Skilti á hjólagarðinn

Hjólagarður | 26.10.2020

Vinnan við hjólagarðinn hélt áfram á helginni með Sigga Jóns og Kristján Jóns í fararbroddi ásamt Heiðu Jóns. Upplýsingaskilti við hjólagarðinn fór upp og var Heimreiðin merkt með rauðmerktum stikum. 

Þökkum sérstaklega Gunnari Bjarna og Birnu Jónasar við aðstoð á hönnun skiltisins. Eins þökkum við Addó fyrir fyrir að stýra smíðinu á grunninum. 

Nánar

Norðurljósin flott við pump track

Hjólagarður | 20.10.2020

Garðurinn í @harstadbikepark í Noregi er flottur undir norðurljósunum. Spurning hvort að útsýnið við Skutulsfjörð myndi ekki toppa þessa mynd. 

velosolutions :Could anything beat that view from @harstadbikepark in Norway?
 
Nánar

Drengleði

Hjólagarður | 19.10.2020

Já drengleðin hélt áfram hjá fjóreykinu á helginni. Siggi, Kristján, Pétur og Heiða mættu gallvösk og í framkvæmdarhug á hjólaplanið. 

Hjólaplanið er mjög blautt, enda mikið grunnvatn sem rennur niður úr Grænuhlíð og stoppar á planinu þar sem það kemst ekki í gegnum steinvegginn. 

Helgin var nýtt í gata vegginn og reyna að koma einhverju vatni í gegnum vegginn. Á laugardeginum var grafin prufuhola, boruð tvö 18mm göt í veggin til að meta hvort ætti að fara...

Nánar

Rörið fellt

Hjólagarður | 10.10.2020
1 af 4

Það var kraftmikill hópur sem felldi rörið í morgun með Pétur Hilmarson fremstan í flokki. Pétur logskar rörið og flutti það upp á efra planið.  Klappliðið, Sigurður, Kristján og Heiða sýndu mikinn andlegan stuðning.

Rörið var áður nýtt til þess að dæla sandi upp á planið, það var ónothæft þar sem það var tekið í sundur við lagningu ljósleiðara fyrir nokkrum árum.

 

Engin lýsing til

Nánar

Drenframkvæmdir

Hjólagarður | 09.10.2020

Hagalín og Kalli snyrtu skurðinn meðfram veggnum í dag. Svæðið er enn töluvert blautt en verður spennandi að sjá hvort að það þorni næstu daga. Það er lykilatriði í svona stórri framkvæmd að vinna grunnvinnuna vel.  Næsta stóra skref er að fjarlægja rörið. 

Engin lýsing til

Nánar

Teikning hjólagarður

Hjólagarður | 07.10.2020

Vestri hjólreiðar hefur fengið Swissneska fyrirtækið Velosolution með sér í að hanna verkið. Fyrstu drög liggja yfir aðeins stærra landsvæði en til stóð í upphafi og þarf að vinna útfærsluna betur. Ef einhver hefur áhuga á að koma athugasemdum til stjórnar þá er hægt að senda línu á hjolreidar@vestri.is

Nánar

Hjólagarður ´21?

Hjólagarður | 02.10.2020

Hjólreiðadeild Vestra hefur unnið hart að því síðustu ár að undirbúa hjólagarð fyrir alla stóra sem smáa...

 

Nánar