Enduro Ísafjörður 2021 var haldið slíðastliðna helgi. Mótið heppnaðist vel, þrátt fyrir smá hnökra í tímatökubúnaðnum. Um 50 þátttakendur tóku þátt í mótinu og keppt var í 8 sérleiðum í sjö flokkum.
Net fjallahjólabrauta hérna fyrir vestan er alltaf að stækka og tókst að bjóða keppendum uppá fjölbreytt leiðarval. Nýbreytni var í ár að hjólaskutlur (leigubílar) ferjuðu keppendur upp á heiði og upp á dal.
Við viljum þakka keppendum kærlega fyrir komuna. Eins viljum við þakka sjálfboðaliðum hjólreiðadeildar Vestra sem og styrkaraðilum. HG, Jakob Valgeir, Dokkan, Ultima thule, Hamraborg og bílstjórunum Sófusi og Guðbrandi fyrir aðstoðina.
Fleiri myndir frá mótinu má finna á fb síðu deildarinnar.
Deila