Fréttir

1. deild að ári

Knattspyrna | 05.09.2010

BÍ/Bolungarvík vann í gær lið Víðis frá Garði 4-2 á Skeiðisvelli. Jónmundur Grétarsson skoraði tvö mörk og bræðurnir Andri og Óttar sitt markið hvor. Með sigrinum tryggði liðið sér endanlega annað sæti deildarinnar og þar með þáttökurétt í 1. deild að ári. Margt fólk mætti á leikinn og þegar dómarinn hafði flautað til leiksloka brutust út mikil fagnaðarlæti meðal leikmanna og stuðningsmanna liðsins og voru blys tendruð í lok leiksins upp í brekku.

Þar með er ljóst að við erum að fara fá gömul stórveldi í heimsókn hingað vestur næsta sumar og strákarnir spila á ekki ómerkari völlum heldur en Valbjarnarvelli og Akranesvelli.

Deila